Litlu andarungarnir - dýravernd í Hafnarfirði

Andamamman á myndinni hér fyrir neðan er íbúi á vatnasvæði í Leicester, Englandi. Að sögn kunnugra kemur hún reglulega upp miklum fjölda unga enda aðstæður eins og best verður á kosið. Hættur litlar sem engar. Sú staða er ekki uppi á Læknum í Hafnarfirði

1bwaey.jpg












Andarungar Lækjarins í Hafnafirði í stórhættu
Kveikjan að þessum pistli er mikil sorgarsaga dýravina, sem urðu vitni að því þegar andamamma í Læknum í Hafnarfirði missti alla unga sína sl. sumar í eina af mörgum hættum fyrir fuglalíf í umræddum Læk. Eitt vitnið sagði svo frá ,,Hún (andamamman) bókstaflega grét í langan tíma eftir að hafa misst alla ungana sína niður í eitt af vatnsföllum Lækjarins" ,,Hún beið þarna klst. saman í þeirra von að ungarnir hennar kæmu til baka, svo gafst hún upp"

2ujrrz.jpg












Fyrsta skrefið í átt til dauða fyrir andarunganna. Þeir sem skolast niður þessa litlu fossa komast ekki til baka við núverandi aðstæður.

3jkwbw.jpg













Þessi foss (hægra megin) tekur síðan við þeim og þeir skolast endanlega niður í dauðann.
 
Og þetta er ekki eina hættan, sem steðjar að andarungum á umræddu svæði. Mávarnir sitja um ungana á ljósastaurum hringinn í kringum Lækinn. Steypa sér niður á þá og éta. Þetta endurtekur sig ár eftir ár án þess að nokkuð sé að gert af hálfu þeirra, sem bera ábyrgð á rekstri bæjarins. Á báðum manngerðu eyjum Lækjarins er vart gróður. Því er nánast engin aðstaða fyrir endurnar að finna sér skjól, búa til hreiður og koma upp ungum. Báðar eyjurnar ættu að vera þakktar lágvöxnum gróðri. Svo er ekki. Að lokum má benda á að tíðar brauðgjafir á sumrin eru til þess fallnar að lokka að máva.

4uddme.jpg











Mávarnir sitja um ungana á þessum ljósastaurum og steypa sér niður á þá um leið og þeir sjást á Læknum

5skdvs.jpg





Önnur manngerða eyjan af tveimur og sú gróðursnauðari. Vonlaust er fyrir endurnar að hefja þarna varp. Þarna er ekkert skjól

Dýraverndarstefna Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks
Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur með oddvitana Guðlaugu Kristjánsdóttur og Rósu Guðbjartsdóttur gerðu með sér málefnasamning eftir kosningar sl. vor. - Bera ábyrgð á rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Þar kemur m.a. fram, að nýr meirihluti vilji gera Hafnarfjörð að ábyrgum bæ og hyggst meirihlutinn,  m.a. í því skyni,  móta sér heildstæða dýraverndarstefnu! Hvað felst í því er ekki útskýrt nánar en mál er,  að þessum hörmungum við Lækinn linni, stefnunni verði fylgt eftir og hlýtur  ofangreint að vera verðugt dýraverndarverkefni í því ljósi, fljótunnið, kostnaðarlítið en ágóðinn mikill fyrir dýr og menn.

Dýravinir fá neikvæðar undirtektir
Ekki hefur verið setið auðum höndum af hálfu dýravina vegna þessa. Stjórnvöldum hefur verið bent á framangreindar hættur. Látlausri og kostnaðarlítilli aðferð við að halda mávum frá launsátri þeirra á ljósastaurum bæjarins hefur engu að síður verið hafnað af Umhverfis og skipulagsnefnd. Órökstutt skv. fundargerð sl. mars. Stjórnvöldum hefur líka verið bent á hættur fyrir andarunga, sem leynast í mannvirkjum sem eiga að þjóna Læknum og lífríki hans. Ekkert er gert!

Dýravinir óttast að styggja stjórnvöld
Það vakti undrun mína og vonbrigði, að þeir dýravinir, sem ég talaði við og hafa látið sig mál þetta varða óttast að styggja stjórnvöld með of harðri framgöngu um endurbætur fyrir endurnar og þar með nái þeir engum árangri. Ég trúi því ekki að óreyndu að oddvitar meirihlutans í Hafnarfirði og flokkssystkin þeirra að ógleymdum minnihlutanum láti ábendingar og gagnrýni á aðbúnað og aðsteðjandi hættur fyrir dýralíf við Lækinn í Hafnarfirði koma í veg fyrir nauðsynlega dýravernd. Það væri þá ekki í samræmi við yfirlýsingar þeirra um stefnu þeirra að gera Hafnarfjörð að ábyrgum bæ.

Mín skoðun er sú, að í Hafnarfirði ætti að vera starfandi dýraverndarnefnd. Mikið er af einstaklingum með sérþekkingu á þessu sviði í bænum. Núverandi fyrirkomulag að vísa dýraverndarmálum til umsagnar Heilbrigðiseftirlits og jafnvel byggja niðurstöðu sína á umsögn þess mun ekki leiða til faglegrar umfjöllunar með dýravelferð að leiðarlósi. Þekking og skilningur er einfaldlega ekki til staðar hjá Heilbrigðiseftirlitinu og viss þykist ég um að Heilbrigðiseftirlitið væri engu fegnara en að losna við þennan málaflokk.

Að lokum
Stjórnvöld hverju sinni verða að hafa það hugfast að skipuleggja verður búsvæði fyrir dýr til enda. Stjórnvöld í Hafnarfirði hafa með vissum hætti lokkað til sín endurnar með því að útbúa aðstöðu fyrir þær í upphafi en ekki viðhaldið henni. Íbúum bæjarins er bent á að þeir geta lágmarkað viðkomu mávsins með því að hætta brauðmolagjöfum yfir varp og uppeldistíma andarunganna. Endurnar hafa nægt æti í Læknum sjálfum.

Með von um að áratugagömlu vandamáli verði endanlega útrýmt við Lækinn í Firðinum.

Gleðilegt sumar

Höfundur er félagi í Dýraverndunarfélagi Hafnfirðinga


Um bloggið

Árni Stefán Árnason

Höfundur

Árni Stefán Árnason
Árni Stefán Árnason
Árni Stefán er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann lætur sig dýra-, náttúru- og mannréttindi varða í leik og starfi. Árni ritstýrir og rekur www.dyraverndarinn.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...5skdvs
  • ...4uddme
  • ...3jkwbw
  • ...2ujrrz
  • ...1bwaey

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband